Erlent

Mikið álag á kínverskum stíflum

Óli Tynes skrifar
Hluti af stíflumannvirkinu.
Hluti af stíflumannvirkinu.

Það hefur verið ausandi rigning í marga daga í suðvesturhluta Kína og útlit fyrir áframhaldandi úrkomu.

Það stefnir í mestu flóð sem orðið hafa síðan Þriggja gljúfra stíflan svokallaða var reist á Yangtze fljóti.

Búist er við að flóðin nái 70 þúsund kúbikmetrum á sekúndu. Það er umtalsvert meira en flóðin 1998. Þau náðu 50 þúsund kúbikmetrum á sekúndu og kostuðu yfir 4000 manns lífið auk þess sem átján milljónir manna urðu að flýja heimili sín.

Tugir manna hafa þegar farist í þessum flóðum og sexhundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín.

Neyðarsveitir eru á ferð meðfram Yangtze fljóti til að minnka álag á stíflurnar með því að hleypa vatni úr safnlónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×