Innlent

Ekki flýtimeðferð vegna ESB

Árni þór sigurðsson
Árni þór sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, telur að Íslendingar eigi að taka þann tíma sem til þarf vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu (ESB). Honum hugnast ekki að landið fái flýtimeðferð.

„Við eigum ekki að fá hraðferð, eða sérmeðferð. Okkur liggur ekki á og eigum að taka þann tíma sem við teljum okkur þurfa og á þeim hraða sem hentar okkur og okkar stjórnkerfi og þeim mannskap og fjármunum sem við getum varið í þetta frá einum tíma til annars. Hitt er að ef maður vill raunverulega að þjóðin taki ákvörðun um þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verðum við að ganga þessa leið á enda.“- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×