Öflugt íþróttastarf ungmenna 12. nóvember 2010 05:30 Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar