Innlent

Alvarleg líkamsárás í Breiðholti

Alvarleg líkamsárás var framin í fjölbýlishúsi í neðra Breiðholti um þrjú leitið í nótt og þurfti að gera að sárum þolandans á Slysadeild Landsspítalans. Tveir menn náðu manninum fram á stigagang og gengu þar í skrokk á honum.

Nágrannar vöknuðu upp við mikinn hávaða og kölluðu á lögreglu, en árásarmennirnir voru á brott þegar hún kom á vettvang.

Þolandinn meiddist meðal annars mikið í andliti og er jafnvel kinnbeinsbrotinn.

Vitað er hverjir árásarmennirnir eru, og er þeirra nú leitað. Málið viðrist tengjast einhverskonar uppgjöri og hafa árásarmennirnir áður gerst brotlegir við lög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×