Innlent

Fimmtu vélinni bætt við

Icelandair hefur bætt við fimmta fluginu til Þrándheims. Iceland Express flýgur þangað einnig í dag.
Icelandair hefur bætt við fimmta fluginu til Þrándheims. Iceland Express flýgur þangað einnig í dag. Mynd/Teitur Jónasson
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að bæta við fimmtu ferðinni til Þrándheims í Noregi. Félagið tilkynnti í morgun um tvær ferðir til Noregs og fylltust þær strax. Í framhaldinu var ákveðið að fjölga þeim um tvær og nú síðast var fimmtu vélinni bætt við. Fyrsta flugið er núna klukkan eitt.

Fjórar flugvélanna koma til baka í dag en ein verður eftir í Þrándheimi og kemur til baka á morgun. Þannig gefst fólki víðsvegar um Norðurlöndin tími til að komast til Noregs og ná þannig flugi til Íslands.

Þá flýgur Iceland Express til Þrándheims klukkan 15:30 í dag.


Tengdar fréttir

Icelandair flýgur til Þrándheims í dag

Iclelandair hefur fengið heimild til flugs til Þrándheims í Noregi og efnir Icelandair til tveggja aukafluga þangað. Brottför fyrra flugsins er kl. 13 og brottför seinna flugsins er klukkustund síðar. Brottför frá Þrándheimi til Íslands verður síðan klukkan 18:50 og 19:50 að staðartíma.

Iceland Express flýgur einnig til Þrándheims

Iceland Epress flýgur til Þrándheims klukkan 15:30 í dag. Þetta flug hentar einkum þeim, sem áttu bókað með félaginu til Kaupmannahafnar, en tvær vélar áttu að fara þangað í dag. Þá hefur tveimur flugum til London verið aflýst. Fyrr í morgun var greint frá því að Icelandair hyggst einnig fljúga til Þrándheims.

Icelandair fjölgar flugum til Þrándheims

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að efna til fjögurra aukafluga í dag til Þrándheims í Noregi. Áður hafði verið tilkynnt að farin yrðu tvö flug. Fyrsta flugið er klukkan 13, tvær flugvélar fara klukkan 14 og fjórða flugið er klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×