Erlent

Harðir eftirskjálftar hrjá íbúa borgarinnar Christchurch

Harðir eftirskjálftar halda áfram að hrjá íbúa borgarinnar Christchurch á Nýja Sjálandi.

Meir en tugur slíkra skjálfta reið yfir borgina í nótt og mældust tveir þeirra 5,4 stig á Richter. Borgarstjórinn Bob Parker segir að þessir eftirskjálftar hafi veikt enn frekar þær byggingar sem stóðu af sér stóra jarðskjálftann sem reið yfir borgina um síðustu helgi.

Nú er talið að um 100.000 hús í borginni hafi eyðilagst eða skemmst og 300 manns eru heimilislausir. Jarðfræðingar vara við að eftirskjálftahrinunni sé ekki lokið, raunar gæti hún versnað þegar líður á vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×