Button: Besti sigurinn frá upphafi 18. apríl 2010 18:34 Lewis Hamilton, Martin Whitmarsh og Jenson Button fagna tvöföldum sigri McLaren í Kína í dag. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button. Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button.
Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira