Erlent

Spánverjar vilja fá kolkrabbann

Kolkrabbinn á nú heima í Oberhausendýragarðinum í Þýskalandi. Hann spáði rétt fyrir um úrslit allra leikja Þýskalands, og um úrslitaleikinn.
Kolkrabbinn á nú heima í Oberhausendýragarðinum í Þýskalandi. Hann spáði rétt fyrir um úrslit allra leikja Þýskalands, og um úrslitaleikinn. nordicphotos/afp
Kolkrabbinn Páll, sem varð heimsfrægur fyrir að spá rétt um úrslit leikja þýska landsliðsins á HM, gæti verið á leið til Spánar. Páll spáði Spánverjum sigri gegn Hollendingum í úrslitaleik mótsins.

Forsvarsmenn dýragarðsins í Madríd segjast ætla að toppa öll önnur tilboð og ganga að öllum kröfum Þjóðverja til að fá kolkrabbann. Þeir eru sannfærðir um að Páll muni laða að þúsundir gesta þar sem hann sé álitinn þjóðargersemi á Spáni.

Talsmenn dýragarðins í Þýskalandi segja hins vegar ekki koma til greina að selja eða lána Pál í burtu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×