Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. apríl 2010 18:02 Úr leiknum í dag. Mynd/Daníel Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira