Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. apríl 2010 18:02 Úr leiknum í dag. Mynd/Daníel Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira