Lúxusþjónusta Besta flokksins Sóley Tómasdóttir skrifar 11. desember 2010 06:45 Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun