Viðskipti innlent

Veruleg aukning á nauðungarsölum fasteigna

Veruleg aukning hefur orðið á nauðungarsölum fasteigna í Reykjavík í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Raunar hefur fjöldinn fimmfaldast ef miðað er við mánuðina júní og júlí.

Í lok júlí í ár hafði 171 fasteign verið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Af einstökum mánuðum voru flestar sölurnar í júní eða 63 og júlí eða 44. Samtals voru sölurnar því yfir 100 talsins í þessum tveimur mánuðum.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins í Reykjavík. Þar segir að skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru á sama tíma 1.024.

Árið 2009 í heild voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík en þar af voru aðeins samtals 20 sölur í júní og júlí.

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru 2.504 talsins árið 2009










Fleiri fréttir

Sjá meira


×