Erlent

Farþegavél með 152 innnaborðs hrapaði til jarðar í Pakistan

Búið er að fimm farþega á lífi og tíu lík eftir að farþegavél með 152 innanborðs hrapaði til jarðar í morgun skammt frá Islamabad höfuðborg Pakistans. Vélin var í áætlunarflugi frá Karachi.

Pakistönsk sjónvarpsstöð sýnir reyk leggja upp frá Margalla hæðunum þar sem vélin féll til jarðar en slæmt veður er á þessum slóðum.

Fjölmennt lið björgunarfólks er komið á slysstað. Talsmaður flugumferðarstjórnar Pakistans segir í samtali við Reuters að um borð í vélinni hafi verið 146 farþegar og sex manna flugáhöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×