Viðskipti innlent

Hlutafé í 365 aukið um milljarð

MYND/GVA
Ákveðið var á hluthafafundi hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlum í dag, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, að auka hlutafé fyrirtækisins um milljarð. Gefið verður upp á næstu vikum hvaðan nýtt hlutafé kemur. Jón Ásgeir Jóhannesson er stærsti hluthafi 365 miðla. Hluatfé í fyrirtækinu er í dag rúmir tveir milljarðar en verður rúmir þrír milljarðar með þessu. Ari Edwald forstjóri fyrirtækisins segir tilganginn að styrkja fjárhag fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×