Áhættuvarnir og rangar sakir Heiðar Már Guðjónsson skrifar 28. október 2010 06:00 Að undanförnu hef ég þurft að glíma við frekar óskemmtilega reynslu þar sem fjölmiðill ber upp á mig rangar sakir. DV hefur haldið því ítrekað fram að ég hafi skipulagt árás á íslensku krónuna ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum. Við það andrúmsloft sem nú ríkir er sennilega auðveldast fyrir mann sem starfar í viðskiptum að gefast upp og hætta að reyna að hafa áhrif á að því er virðist stjórnlausa umræðu og leyfa henni einfaldlega að ganga yfir. Mig langar hins vegar í þessari grein að hrekja viðkomandi fullyrðingar DV og benda á hve veikum grunni þær eru byggðar. Ásakanir DV hafa verið studdar með langsóttum rangtúlkunum á tölvupóstum sem ég sendi árið 2007. „Ja eg er.I NYC og hitti Soros adan og BRuce Kovner. Thad freistar theirra ad radast a kronuna." Á fundinum var ég að kynna hlutabréf Straums fyrir viðkomandi fjárfestum en á þessum tíma þótti okkur spennandi að fá alþjóðlega fjárfesta að félaginu, slík kynning bar að sjálfsögðu ekki þau skilaboð að ráðast ætti á gjaldmiðilinn. Á fundinum hafði hins vegar skapast umræða um krónuna þar sem fjárfestarnir töldu hana geta veikst. Í tölvupóstinum er ég að vara við mögulegum fyrirætlunum þessara fjárfesta enda alvarlegt mál fyrir mig og mína samstarfsmenn sem áttu mikið af innlendum eignum ef slíkt stæði til. DV styður ásakanir sínar einnig með því að ég hafi sagt „…en mer blaedir a hverjum degi" Ég hafði lengi verið svartsýnn á íslensku krónuna. Til þess að draga úr áfalli við fall íslensku krónunnar í fjárfestingum hafði ég um nokkurn tíma varið hluta íslenskra eigna fyrir verðfalli gjaldmiðilsins. Það var gert með því að gera framvirkan samning sem virkaði í raun sem trygging gegn lækkun gjaldmiðilsins, en á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum er vísað til kostnaðar við slíkar tryggingar sem „bleed" vegna vaxtakostnaðar sem þær hafa í för með sér. Ég nýtti slíkar tryggingar sem lið í áhættustýringu en á engum tímapunkti var ég hins vegar með skortstöðu á íslensku krónuna þar sem eignir á Íslandi voru það miklar að ógerlegt hefði verið að verja þá áhættu að fullu. Það sést best á því að Novator og ég sjálfur töpuðum miklum fjármunum á hruni íslenska markaðarins og er einnig í fullu samræmi við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsakaði hreyfingar á gjaldeyrismarkaði fyrir hrun. Ástæðan fyrir því að ég keypti tryggingar gegn gengisleiðréttingu íslensku krónunnar var að ég hafði miklar áhyggjur af stöðu krónunnar og íslenska hagkerfisins allt frá árinu 2005 og fram að hruni. Ég reyndi á þessum tímapunkti opinberlega að benda á veikleika kerfisins og vara við mögulegu hruni markaðarins og reyndi að takmarka tjón mitt og Novator af þessu með ýmsum hætti eins og rakið er hér að neðan: Ég varaði bankastjóra Landsbankans við hættunni af því að alþjóðlegir lánamarkaðir myndu lokast með tilheyrandi áföllum á gjaldeyrismarkaði árið 2005. Ég setti árið 2006 saman hagfræðihluta minnisblaðs dagsett 17. janúar 2006 sem var sent á 2 menn í bankaráði Landsbankans og sýndi hversu brothætt kerfið væri. Minnisblaðið fjallaði um áhættustýringu Landsbankans og hvernig mætti undirbúa bankann fyrir lokun lánamarkaða, gengisfall krónu og lækkun hlutabréfaverðs. Hagnaður yrði af gengisvörnum og hlutabréfavörnum sem myndu draga úr tapi Landsbankans við lækkun markaða. Í janúar 2006, á opnum fundi sem Arnór Sighvatsson, þáverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans stýrði, sagði ég að krónumarkaður væri á sama stað og hlutabréf í netbólunni í febrúar 2000, mánuði fyrir þá miklu leiðréttingu sem varð. Ég greiddi fyrir komu Nouriel Roubini til landsins haustið 2006, þar sem hann hitti Seðlabankastjóra, hagfræðinga Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins og hann varaði við miklum alþjóðlegum áföllum, sem myndu hafa neikvæð áhrif á Ísland og undirritaður sagði á þessum fundum að efla þyrfti gjaldeyrisforðann og huga að upptöku nýrrar myntar. Sumarið 2007 bauð ég sérfræðingi AGS, Manuel Hinds, til landsins, sem sagði að skuldir landsins væru of miklar og fall krónunnar myndi auka þær frekar. Efni fundarins var dreift á alþingismenn. Manuel Hinds lagði til einhliða upptöku nýrrar myntar og ef farið hefði verið að ráðum hans væri skuldastaða fyrirtækja og heimila allt önnur en hún er í dag. Í myndinni Draumalandið færði ég ítarleg rök fyrir því að íslenska hagkerfið myndi ganga í gegnum gríðarlega erfitt samdráttarskeið, en viðtalið er óstytt í ítarefni DVD útgáfunnar. Viðtalið var tekið árið 2007. Ég kom minnisblöðum um brothætt ástandið og leiðir til úrbóta á marga ráðherra í ríkisstjórn og til starfsmanna Seðlabanka. Ég hafði milligöngu um að Alonzo Perez kom til landsins til að ræða við ráðamenn um reynslu sína en hann dollaravæddi Equador. Ég ræddi við John Greenwood, föður Hong Kong dollarsins og bað hann um að segja frá reynslu Hong Kong, sem hann gerði á fyrirlestri á Íslandi 2008. Eftir hrun fékk ég Lee Buchheit til landsins, 12. desember 2008, og hann bauð fram aðstoð sína við samninga um IceSave, en Lee er virtasti lögfræðingur heims á sviði samninga um uppgjör á ríkisskuldum. Lee var síðar ráðinn til að leiða samninganefnd Íslands í IceSave málum. Af ofangreindu má vonandi sjá að ég lýsti skoðunum mínum margoft opinberlega og það mátti því vera öllum ljóst frá 2005 að ég teldi gengisleiðréttingu geta átt sér stað á Íslandi og því ekkert óeðlilegt þótt ég reyndi að hluta til að verja þessa áhættu. Ég vann hins vegar aldrei á neinn hátt gegn hagsmunum Íslands, heldur þvert á móti, varaði við og reyndi að vinna gegn mörgum þeim veikleikum sem á endanum ollu hruninu. Ég hef margoft reynt að útskýra mál mitt fyrir DV en án árangurs. Tímasetning umfjöllunar blaðsins er án efa ekki tilviljun þar sem undirritaður á í lokaviðræðum um möguleg kaup á Sjóvá ásamt hóp fjárfesta. Mér finnst að fjölmiðlar jafnt sem aðrir verði að starfa af ábyrgð og hef ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn DV til að fá fullyrðingar blaðsins dæmdar dauðar og ómerkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hef ég þurft að glíma við frekar óskemmtilega reynslu þar sem fjölmiðill ber upp á mig rangar sakir. DV hefur haldið því ítrekað fram að ég hafi skipulagt árás á íslensku krónuna ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum. Við það andrúmsloft sem nú ríkir er sennilega auðveldast fyrir mann sem starfar í viðskiptum að gefast upp og hætta að reyna að hafa áhrif á að því er virðist stjórnlausa umræðu og leyfa henni einfaldlega að ganga yfir. Mig langar hins vegar í þessari grein að hrekja viðkomandi fullyrðingar DV og benda á hve veikum grunni þær eru byggðar. Ásakanir DV hafa verið studdar með langsóttum rangtúlkunum á tölvupóstum sem ég sendi árið 2007. „Ja eg er.I NYC og hitti Soros adan og BRuce Kovner. Thad freistar theirra ad radast a kronuna." Á fundinum var ég að kynna hlutabréf Straums fyrir viðkomandi fjárfestum en á þessum tíma þótti okkur spennandi að fá alþjóðlega fjárfesta að félaginu, slík kynning bar að sjálfsögðu ekki þau skilaboð að ráðast ætti á gjaldmiðilinn. Á fundinum hafði hins vegar skapast umræða um krónuna þar sem fjárfestarnir töldu hana geta veikst. Í tölvupóstinum er ég að vara við mögulegum fyrirætlunum þessara fjárfesta enda alvarlegt mál fyrir mig og mína samstarfsmenn sem áttu mikið af innlendum eignum ef slíkt stæði til. DV styður ásakanir sínar einnig með því að ég hafi sagt „…en mer blaedir a hverjum degi" Ég hafði lengi verið svartsýnn á íslensku krónuna. Til þess að draga úr áfalli við fall íslensku krónunnar í fjárfestingum hafði ég um nokkurn tíma varið hluta íslenskra eigna fyrir verðfalli gjaldmiðilsins. Það var gert með því að gera framvirkan samning sem virkaði í raun sem trygging gegn lækkun gjaldmiðilsins, en á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum er vísað til kostnaðar við slíkar tryggingar sem „bleed" vegna vaxtakostnaðar sem þær hafa í för með sér. Ég nýtti slíkar tryggingar sem lið í áhættustýringu en á engum tímapunkti var ég hins vegar með skortstöðu á íslensku krónuna þar sem eignir á Íslandi voru það miklar að ógerlegt hefði verið að verja þá áhættu að fullu. Það sést best á því að Novator og ég sjálfur töpuðum miklum fjármunum á hruni íslenska markaðarins og er einnig í fullu samræmi við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsakaði hreyfingar á gjaldeyrismarkaði fyrir hrun. Ástæðan fyrir því að ég keypti tryggingar gegn gengisleiðréttingu íslensku krónunnar var að ég hafði miklar áhyggjur af stöðu krónunnar og íslenska hagkerfisins allt frá árinu 2005 og fram að hruni. Ég reyndi á þessum tímapunkti opinberlega að benda á veikleika kerfisins og vara við mögulegu hruni markaðarins og reyndi að takmarka tjón mitt og Novator af þessu með ýmsum hætti eins og rakið er hér að neðan: Ég varaði bankastjóra Landsbankans við hættunni af því að alþjóðlegir lánamarkaðir myndu lokast með tilheyrandi áföllum á gjaldeyrismarkaði árið 2005. Ég setti árið 2006 saman hagfræðihluta minnisblaðs dagsett 17. janúar 2006 sem var sent á 2 menn í bankaráði Landsbankans og sýndi hversu brothætt kerfið væri. Minnisblaðið fjallaði um áhættustýringu Landsbankans og hvernig mætti undirbúa bankann fyrir lokun lánamarkaða, gengisfall krónu og lækkun hlutabréfaverðs. Hagnaður yrði af gengisvörnum og hlutabréfavörnum sem myndu draga úr tapi Landsbankans við lækkun markaða. Í janúar 2006, á opnum fundi sem Arnór Sighvatsson, þáverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans stýrði, sagði ég að krónumarkaður væri á sama stað og hlutabréf í netbólunni í febrúar 2000, mánuði fyrir þá miklu leiðréttingu sem varð. Ég greiddi fyrir komu Nouriel Roubini til landsins haustið 2006, þar sem hann hitti Seðlabankastjóra, hagfræðinga Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins og hann varaði við miklum alþjóðlegum áföllum, sem myndu hafa neikvæð áhrif á Ísland og undirritaður sagði á þessum fundum að efla þyrfti gjaldeyrisforðann og huga að upptöku nýrrar myntar. Sumarið 2007 bauð ég sérfræðingi AGS, Manuel Hinds, til landsins, sem sagði að skuldir landsins væru of miklar og fall krónunnar myndi auka þær frekar. Efni fundarins var dreift á alþingismenn. Manuel Hinds lagði til einhliða upptöku nýrrar myntar og ef farið hefði verið að ráðum hans væri skuldastaða fyrirtækja og heimila allt önnur en hún er í dag. Í myndinni Draumalandið færði ég ítarleg rök fyrir því að íslenska hagkerfið myndi ganga í gegnum gríðarlega erfitt samdráttarskeið, en viðtalið er óstytt í ítarefni DVD útgáfunnar. Viðtalið var tekið árið 2007. Ég kom minnisblöðum um brothætt ástandið og leiðir til úrbóta á marga ráðherra í ríkisstjórn og til starfsmanna Seðlabanka. Ég hafði milligöngu um að Alonzo Perez kom til landsins til að ræða við ráðamenn um reynslu sína en hann dollaravæddi Equador. Ég ræddi við John Greenwood, föður Hong Kong dollarsins og bað hann um að segja frá reynslu Hong Kong, sem hann gerði á fyrirlestri á Íslandi 2008. Eftir hrun fékk ég Lee Buchheit til landsins, 12. desember 2008, og hann bauð fram aðstoð sína við samninga um IceSave, en Lee er virtasti lögfræðingur heims á sviði samninga um uppgjör á ríkisskuldum. Lee var síðar ráðinn til að leiða samninganefnd Íslands í IceSave málum. Af ofangreindu má vonandi sjá að ég lýsti skoðunum mínum margoft opinberlega og það mátti því vera öllum ljóst frá 2005 að ég teldi gengisleiðréttingu geta átt sér stað á Íslandi og því ekkert óeðlilegt þótt ég reyndi að hluta til að verja þessa áhættu. Ég vann hins vegar aldrei á neinn hátt gegn hagsmunum Íslands, heldur þvert á móti, varaði við og reyndi að vinna gegn mörgum þeim veikleikum sem á endanum ollu hruninu. Ég hef margoft reynt að útskýra mál mitt fyrir DV en án árangurs. Tímasetning umfjöllunar blaðsins er án efa ekki tilviljun þar sem undirritaður á í lokaviðræðum um möguleg kaup á Sjóvá ásamt hóp fjárfesta. Mér finnst að fjölmiðlar jafnt sem aðrir verði að starfa af ábyrgð og hef ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn DV til að fá fullyrðingar blaðsins dæmdar dauðar og ómerkar.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar