Sigurður Einarsson neitar að biðja þjóðina afsökunar Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. ágúst 2010 18:48 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu þar sem hann hafi ekki haft neitt umboð frá henni, aðeins hluthöfum Kaupþings. Honum þykir samt leitt að starfsemi bankans hafi bitnað á fólkinu í landinu. Sumir af þeim sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu. Þar má nefna Bjarna Ármannsson, Björgólf Thor Björgólfsson og þá sagði Jón Ásgeir Jóhannesson það í blaðagrein að hann hefði gert mistök og sér þætti það leiðinlegt. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist aðspurður ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Sigurð í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Í viðtalinu segist Sigurður aðspurður að hann telji að þeir einir geti beðist afsökunar sem hafi umboð frá þjóðinni, og séu kosnir af henni í embætti. Hann hafi verið kosinn af hluthöfum Kaupþings og sé þar af leiðandi aðeins fær um að biðjast afsökunar á mistökum sem bitnuðu á hluthöfum og starfsfólki bankans. Sigurður segir að það sé annarra að biðjast afsökunar á skellinum sem lífskjör almennings hlutu í hruninu þó honum þyki leitt að starfsemi bankans með þeim endalokum sem urðu hafi bitnað á þjóðinni allri. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins er ítarlega rætt við Sigurð um aðdraganda þess að hann komi til Íslands í síðustu viku. Í viðtalinu gagnrýnir Sigurður vinnubrögð sérstaks saksóknara harðlega og svarar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fullum hálsi. Tengdar fréttir Sigurður Einarsson yfirheyrður í sjö klukkutíma Yfirheyrslum yfir Sigurður Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, verður fram haldið í dag. Sigurður mætti til yfirheyrslu klukkan níu í gærmorgun til Sérstaks saksóknara og ræddi hann við menn þar á bæ í sjö klukkutíma. 20. ágúst 2010 07:00 Sigurður Einarsson: Góð samvinna milli manna Hlé hefur verið gert á yfirheyrslu sérstaks saksóknara yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, sem hófst í morgun. Um er að ræða um klukkustundarlangt hádegishlé. Þegar Sigurður yfirgaf húsnæði embættis sérstaks saksóknara ásamt lögmanni sínum vildi hann lítið ræða við fjölmiðla. Sigurður sagði þó að góð samvinna væri milli manna. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi sérstakan saksóknara hafa farið of hart fram í málinu. 19. ágúst 2010 12:47 Sigurður kominn aftur í yfirheyrslu Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara á Laugavegi klukkan tvö eftir hádegishlé. Sigurður Einarsson kom til landsins frá Bretlandi í gær og mætti svo til yfirheyrslu í morgunsárið. Interpol gaf út handtökuskipun á Sigurð í vor en hún var felld úr gildi í fyrradag. 19. ágúst 2010 14:18 Sigurður yfirheyrður af þremur starfsmönnum í einu „Ég geri nú ráð fyrir því að hann hafi gert það,“ segir Ólafur Þór Hauksson Sérstakur saksóknari aðspurður hvort að Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, hafi mætt til yfirheyrslu klukkan níu í morgun. 20. ágúst 2010 08:35 Sigurður segist vera með hreina samvisku Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, en hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis i gær. 19. ágúst 2010 09:03 Sigurður Einarsson óttast ekki að verða ákærður Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, óttast ekki að fá á sig ákæru vegna starfa sinna fyrir Kaupþing. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara núna klukkan eitt eftir að hafa tekið sér hádegishlé. Hann mætti til yfirheyrslu klukkan níu í morgun en hafði verið í yfirheyrslum í sjö klukkustundir í gær. 20. ágúst 2010 13:03 Sigurður mætir til yfirheyrslu - myndskeið Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings mætti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í morgun. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanna á leið sinni til saksóknara og myndskeið af því má sjá hér. 19. ágúst 2010 10:41 Sigurður enn í yfirheyrslum Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er enn í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara samkvæmt upplýsingum Vísis. Þar hefur hann verið frá því klukkan níu í morgun, en tveggja klukkustunda langt hlé var tekið á yfirheyrslum í hádeginu. 19. ágúst 2010 17:16 Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. 19. ágúst 2010 06:00 Sigurður Einarsson kominn til landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV 18. ágúst 2010 15:31 Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu þar sem hann hafi ekki haft neitt umboð frá henni, aðeins hluthöfum Kaupþings. Honum þykir samt leitt að starfsemi bankans hafi bitnað á fólkinu í landinu. Sumir af þeim sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu. Þar má nefna Bjarna Ármannsson, Björgólf Thor Björgólfsson og þá sagði Jón Ásgeir Jóhannesson það í blaðagrein að hann hefði gert mistök og sér þætti það leiðinlegt. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist aðspurður ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Sigurð í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Í viðtalinu segist Sigurður aðspurður að hann telji að þeir einir geti beðist afsökunar sem hafi umboð frá þjóðinni, og séu kosnir af henni í embætti. Hann hafi verið kosinn af hluthöfum Kaupþings og sé þar af leiðandi aðeins fær um að biðjast afsökunar á mistökum sem bitnuðu á hluthöfum og starfsfólki bankans. Sigurður segir að það sé annarra að biðjast afsökunar á skellinum sem lífskjör almennings hlutu í hruninu þó honum þyki leitt að starfsemi bankans með þeim endalokum sem urðu hafi bitnað á þjóðinni allri. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins er ítarlega rætt við Sigurð um aðdraganda þess að hann komi til Íslands í síðustu viku. Í viðtalinu gagnrýnir Sigurður vinnubrögð sérstaks saksóknara harðlega og svarar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fullum hálsi.
Tengdar fréttir Sigurður Einarsson yfirheyrður í sjö klukkutíma Yfirheyrslum yfir Sigurður Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, verður fram haldið í dag. Sigurður mætti til yfirheyrslu klukkan níu í gærmorgun til Sérstaks saksóknara og ræddi hann við menn þar á bæ í sjö klukkutíma. 20. ágúst 2010 07:00 Sigurður Einarsson: Góð samvinna milli manna Hlé hefur verið gert á yfirheyrslu sérstaks saksóknara yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, sem hófst í morgun. Um er að ræða um klukkustundarlangt hádegishlé. Þegar Sigurður yfirgaf húsnæði embættis sérstaks saksóknara ásamt lögmanni sínum vildi hann lítið ræða við fjölmiðla. Sigurður sagði þó að góð samvinna væri milli manna. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi sérstakan saksóknara hafa farið of hart fram í málinu. 19. ágúst 2010 12:47 Sigurður kominn aftur í yfirheyrslu Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara á Laugavegi klukkan tvö eftir hádegishlé. Sigurður Einarsson kom til landsins frá Bretlandi í gær og mætti svo til yfirheyrslu í morgunsárið. Interpol gaf út handtökuskipun á Sigurð í vor en hún var felld úr gildi í fyrradag. 19. ágúst 2010 14:18 Sigurður yfirheyrður af þremur starfsmönnum í einu „Ég geri nú ráð fyrir því að hann hafi gert það,“ segir Ólafur Þór Hauksson Sérstakur saksóknari aðspurður hvort að Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, hafi mætt til yfirheyrslu klukkan níu í morgun. 20. ágúst 2010 08:35 Sigurður segist vera með hreina samvisku Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, en hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis i gær. 19. ágúst 2010 09:03 Sigurður Einarsson óttast ekki að verða ákærður Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, óttast ekki að fá á sig ákæru vegna starfa sinna fyrir Kaupþing. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara núna klukkan eitt eftir að hafa tekið sér hádegishlé. Hann mætti til yfirheyrslu klukkan níu í morgun en hafði verið í yfirheyrslum í sjö klukkustundir í gær. 20. ágúst 2010 13:03 Sigurður mætir til yfirheyrslu - myndskeið Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings mætti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í morgun. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanna á leið sinni til saksóknara og myndskeið af því má sjá hér. 19. ágúst 2010 10:41 Sigurður enn í yfirheyrslum Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er enn í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara samkvæmt upplýsingum Vísis. Þar hefur hann verið frá því klukkan níu í morgun, en tveggja klukkustunda langt hlé var tekið á yfirheyrslum í hádeginu. 19. ágúst 2010 17:16 Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. 19. ágúst 2010 06:00 Sigurður Einarsson kominn til landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV 18. ágúst 2010 15:31 Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sigurður Einarsson yfirheyrður í sjö klukkutíma Yfirheyrslum yfir Sigurður Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, verður fram haldið í dag. Sigurður mætti til yfirheyrslu klukkan níu í gærmorgun til Sérstaks saksóknara og ræddi hann við menn þar á bæ í sjö klukkutíma. 20. ágúst 2010 07:00
Sigurður Einarsson: Góð samvinna milli manna Hlé hefur verið gert á yfirheyrslu sérstaks saksóknara yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, sem hófst í morgun. Um er að ræða um klukkustundarlangt hádegishlé. Þegar Sigurður yfirgaf húsnæði embættis sérstaks saksóknara ásamt lögmanni sínum vildi hann lítið ræða við fjölmiðla. Sigurður sagði þó að góð samvinna væri milli manna. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi sérstakan saksóknara hafa farið of hart fram í málinu. 19. ágúst 2010 12:47
Sigurður kominn aftur í yfirheyrslu Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara á Laugavegi klukkan tvö eftir hádegishlé. Sigurður Einarsson kom til landsins frá Bretlandi í gær og mætti svo til yfirheyrslu í morgunsárið. Interpol gaf út handtökuskipun á Sigurð í vor en hún var felld úr gildi í fyrradag. 19. ágúst 2010 14:18
Sigurður yfirheyrður af þremur starfsmönnum í einu „Ég geri nú ráð fyrir því að hann hafi gert það,“ segir Ólafur Þór Hauksson Sérstakur saksóknari aðspurður hvort að Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, hafi mætt til yfirheyrslu klukkan níu í morgun. 20. ágúst 2010 08:35
Sigurður segist vera með hreina samvisku Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, en hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis i gær. 19. ágúst 2010 09:03
Sigurður Einarsson óttast ekki að verða ákærður Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, óttast ekki að fá á sig ákæru vegna starfa sinna fyrir Kaupþing. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara núna klukkan eitt eftir að hafa tekið sér hádegishlé. Hann mætti til yfirheyrslu klukkan níu í morgun en hafði verið í yfirheyrslum í sjö klukkustundir í gær. 20. ágúst 2010 13:03
Sigurður mætir til yfirheyrslu - myndskeið Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings mætti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í morgun. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanna á leið sinni til saksóknara og myndskeið af því má sjá hér. 19. ágúst 2010 10:41
Sigurður enn í yfirheyrslum Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er enn í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara samkvæmt upplýsingum Vísis. Þar hefur hann verið frá því klukkan níu í morgun, en tveggja klukkustunda langt hlé var tekið á yfirheyrslum í hádeginu. 19. ágúst 2010 17:16
Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. 19. ágúst 2010 06:00
Sigurður Einarsson kominn til landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV 18. ágúst 2010 15:31