Handbolti

Cupic til Rhein-Neckar Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cupic fagnar hér marki gegn Íslendingum á EM.
Cupic fagnar hér marki gegn Íslendingum á EM. Mynd/DIENER

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen hefur fest kaup á króatíska landsliðsmanninum Ivan Cupic frá Gorenje Velenje. Hinn 23 ára gamli Cupic skrifaði undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið.

„Ég er afar ánægður með nýja verkefnið og hlakka til að spila í þýsku úrvalsdeildinni," sagði Cupic sem er örvhentur hornamaður og góð vítaskytta.

Með Löwen leika Íslendingarnir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Róbert Gunnarsson gengur svo í raðir félagsins í sumar rétt eins og Cupic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×