Erlent

Neyðarástand í Rússlandi vegna hitabylgju

Frá Rússlandi.
Frá Rússlandi. Mynd/AFP
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 19 héruðum Rússlands vegna mikilla hitabylgju. Eigendur fiskeldisstöðva í Kostroma héraði hafa þurft að henda fiski sem drepist hefur í kvíum vegna hitans. Í einni fiskeldisstöðinni þurftu menn að henda tólf tonnum af styrju og silungi.

Miklir þurrkar hafa fylgt hitabylgjunni og hafa eldar kviknað á mörgum stöðum. Hitinn er sums staðar svo mikill, eins og í Vladimir héraði um 300 kílómetra frá Moskvu, að bændur neyðast til að leggja niður vinnu frá ellefu á morgnanna til fjögur á daginn til að forðast heitasta tíma dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×