Einar Skúlason: Græn borg er skemmtileg borg 8. maí 2010 06:00 Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar