Umfjöllun: Varnarmúr Haukanna tryggði þeim titilinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2010 19:00 Birkir Ívar lyftir hér bikarnum í dag. Mynd/Daníel Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira