Lífið

Páll Óskar og Faxarnir styrkja fötluð börn

Faxarnir hafa sent frá sér lagið Ljós í myrkri. Þeir sem vilja kaupa lagið og styrkja gott málefni geta farið inn á ljosimyrkri.blog.is.
Faxarnir hafa sent frá sér lagið Ljós í myrkri. Þeir sem vilja kaupa lagið og styrkja gott málefni geta farið inn á ljosimyrkri.blog.is.

Hljómsveitin Faxarnir sendi nýlega frá sér lagið Ljós í myrkri. Lagið er flutt af Páli Óskari og tileinkað Fanneyju Eddu, sem lést 13. apríl, aðeins þriggja ára að aldri.

„Ég horfði á Ísland í dag í mars sem fjallaði um baráttu stelpunnar þegar hún var á lífi. Þá kom textinn. Það tók smá tíma að semja hann – það var erfitt,“ segir Vignir Örn Guðnason, gítarleikari hljómsveitarinnar Faxarnir.

Faxarnir hafa sent frá sér lagið Ljós í myrkri, en það var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku, sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir. Hún lést 13. apríl, skömmu eftir að lagið var klárt til flutnings, aðeins þriggja ára að aldri. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunar­sjúkdómi. Foreldrar hennar eru bæði flugmenn hjá Flugfélagi Íslands. Þá er hljómsveitin öll skipuð flugmönnum hjá sama flugfélagi.

Páll Óskar Hjálmtýsson flytur lagið af sinni alkunnu snilld, en Vignir segir að hann hafi verið kominn inn í hljóðverið daginn eftir að þeir höfðu samband við hann. „Okkur datt í hug að tala við Pál Óskar,“ segir hann. „Þó að við séum með góðan söngvara, þá fannst okkur hann vera stórt númer og henta vel fyrir lagið.“

Lagið er væntanlegt til landsins á geisladiski í næstu viku, en hægt er að fara á vefsíðuna ljosimyrkri.blog.is til að panta disk og þar með styrkja verkefnið. Lagið er einnig fáanlegt á Tónlist.is. Ágóði af sölu lagsins og plötunnar rennur til Lyngáss og einnig í styrktarsjóð Fanneyjar Eddu. Lyngás er sérhæfð dagþjónusta fyrir fötluð börn og unglinga, rekin af Ási styrktarfélagi, en þar dvaldi Fanney Edda.

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.