Tumi Kolbeinsson: Barbabrellur Sjálfstæðismanna á Álftanesi Tumi Kolbeinsson skrifar 21. maí 2010 11:23 Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. Hvernig væri staðan ef Sjálfstæðismenn hefðu unnið síðustu kosningarnar? Við skoðun á kosningaloforðum þeirra þá er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risamannvirki á borð við þjónustumiðstöð og tónleikasal áttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smábátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem Sjálfstæðismenn lofuðu þá hróðugir. Í þeim kosningum höfnuðu Álftnesingar sérhagsmunagæslu, verktakapólitík og forljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur- Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæðisflokkurinn missti ítök sín. Álftaneshreyfingin fékk ekki langan tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýslan opnuð og farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfir sveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn getað bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hefur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri byggingu, þetta er okkar Perla hér á Álftanesinu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er heldur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára. En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafn gott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafn mikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafnvel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hugarfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíðarmöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög ungur. Það eru því margir framtíðarútsvarsgreiðendur í bænum ef fólk verður ekki fælt í burtu með álögum og svartagallsrausi. Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki eins og allir vita. Það gera Sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem samfélaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma. Tumi Kolbeinsson, höfundur skipar 10 sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. Hvernig væri staðan ef Sjálfstæðismenn hefðu unnið síðustu kosningarnar? Við skoðun á kosningaloforðum þeirra þá er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risamannvirki á borð við þjónustumiðstöð og tónleikasal áttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smábátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem Sjálfstæðismenn lofuðu þá hróðugir. Í þeim kosningum höfnuðu Álftnesingar sérhagsmunagæslu, verktakapólitík og forljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur- Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæðisflokkurinn missti ítök sín. Álftaneshreyfingin fékk ekki langan tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýslan opnuð og farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfir sveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn getað bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hefur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri byggingu, þetta er okkar Perla hér á Álftanesinu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er heldur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára. En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafn gott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafn mikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafnvel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hugarfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíðarmöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög ungur. Það eru því margir framtíðarútsvarsgreiðendur í bænum ef fólk verður ekki fælt í burtu með álögum og svartagallsrausi. Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki eins og allir vita. Það gera Sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem samfélaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma. Tumi Kolbeinsson, höfundur skipar 10 sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar