Erlent

Fresta endurskoðun á efnahagsáætlun

Þjóðfáni Ungverjalands
Þjóðfáni Ungverjalands
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa frestað endurskoðun á efnahagsáætlun Ungverja vegna ágreinings um niðurskurð í opinberum útgjöldum. AGS og ESB vilja sjá harkalegri niðurskurð og telja að stjórnvöld í Ungverjalandi hafi ekki gengið nægilega langt.

Ungverjaland óskaði eftir 25 milljarða dollara láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2008 en lokað verður á frekari lánafyrirgreiðslur á meðan deilan er óleyst.

Fjármálaspekingar telja líklegt að gjaldmiðill Ungverjalands, Forintan, muni lækka verulega þegar markaðir opna á mánudag vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×