Innlent

Yfir 20 mál á dagskrá Alþingis

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/GVA

Þingfundur hefst klukkan tíu og eru 23 mál á dagskrá. Enn er ósamið um þinglok.

Meðal þeirra mála sem eru á dagskrá er frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur, siðareglur fyrir Stjórnarráðið, afnám Varnarmálastofnunnar, sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands og afnám vatnalaganna frá 2006.

Fundurinn hefst með óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra, Árni Páll Árnason félags- og tryggingaráðherra, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eru til svara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×