Erlent

Nærbuxnasprengjumaðurinn neitar sök

Teiknuð mynd af Umar Farouk Abdulmutallab þegar hann kom fyrir alríkisdómstól í Detroit fyrr í dag. Myndataka í dómsal er víða óheimil í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Teiknuð mynd af Umar Farouk Abdulmutallab þegar hann kom fyrir alríkisdómstól í Detroit fyrr í dag. Myndataka í dómsal er víða óheimil í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Nígeríumaðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit um jólin neitaði sök fyrir alríkisdómstól í Detroit í dag.

Maðurinn, Umar Farouk Abdulmutallab, var ákærður í fyrradag fyrir að reyna að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans.

Eftir að hafa staðfest hver hann væri og hvernig nafn hans væri stafsett gaf dómari Nígeríumanninum færi á að lýsa yfir sekt eða sakleysi í málinu og sagðist Umar vera saklaus.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en Umar reyndi sprengja farþegaþotuna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Áður hafði forsetinn harðlega gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×