Erlent

Íraki framseldur til Noregs

Grunaður hryðjuverkamaður, sem var handtekinn í Þýskalandi í síðustu viku, hefur verið framseldur til Noregs. Hann er einn þriggja manna sem taldir eru hafa lagt á ráðin um stórfelld hryðjuverk í Noregi.

Maðurinn heitir Shawan Sadek Saeed Bujak og er frá Írak. Hann var yfirheyrður strax við komuna til Noregs í gærmorgun og neitaði öllum sökum. Hann sagðist enga vitneskju hafa um áætlanir um hryðjuverk. Norska lögreglan fann þó ýmis efni sem notuð eru í sprengjugerð í kjallarageymslu sem hann hefur aðgang að.

Mennirnir eru allir í gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×