Innlent

Engir fundir á dagskrá um Icesave

Ekki hefur tekist að fá viðsemjendur Íslendinga að samningaborðinu síðan fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var 6. mars.fréttablaðið/daníel
Ekki hefur tekist að fá viðsemjendur Íslendinga að samningaborðinu síðan fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var 6. mars.fréttablaðið/daníel
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fundi samninganefnda Íslendinga, Hollendinga og Breta vegna Icesave. Búist er við að Gordon Brown rjúfi breska þingið í dag og boði til kosninga í byrjun maí. Það setji mönnum þröngar skorður hvað varðar samninga.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, situr í samninganefnd Íslendinga. Hann segir menn hafa verið í samskiptum en engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Það liggur ekki fyrir hvenær eiginlegar viðræður geta hafist. Það hafa verið samtöl á milli manna og þess er jafnvel að vænta að það ráðist á allra næstu dögum hvort og hvenær af samningum verður.“

Fregnir bárust af því um helgina að Hollendingar og Bretar hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir það oftúlkun á stöðunni. Engar nýjar fréttir séu af málinu, en vonast sé til að enn sé svigrúm til samninga. „Það væri augljóslega betra að þetta gæti gerst sem allra fyrst, ef eitthvað á að reyna við þetta áður en hann dettur alveg inn í kosningar,“ segir Steingrímur og vísar þar til Gordons Brown. Hann vonast til að það takist.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×