Erlent

Fiðurfé yðar er dágott hátign

Óli Tynes skrifar
Hann er feitur og fínn sýnist mér.
Hann er feitur og fínn sýnist mér.

Samkvæmt lögum frá tólftu öld á Bretadrottning alla svani sem halda til á Temsánni. Og samkvæmt lögum skulu þeir taldir einusinni á ári.

Svanateljarar hennar hátignar róa þá um Temsá í skautlegum búningum bæði til að telja og skoða hvort fiðurfé hennar sé við góða heilsu.

Þeir nota net og háfa til þess að fanga svani og grandskoða þá. Hinir tígulegu fuglar taka þessu káfi yfirleitt illa og gera sitt besta til þess að bíta svanateljarana og berja þá með öflugum vængjum sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×