Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2010 19:06 Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, t.v. Hann segir kaupin í Icelandair Group góða fjárfestingu. „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira