Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2010 19:06 Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, t.v. Hann segir kaupin í Icelandair Group góða fjárfestingu. „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira