Viðskipti innlent

Jón Ásbergsson verður framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásbergsson er nýr framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Jón Ásbergsson er nýr framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Stjórn Íslandsstofu ákvað á fundi sínum í dag að ráða Jón Ásbergsson sem framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Jón er viðskiptafræðingur að mennt og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, Hagkaupa og síðast Útflutningsráðs Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Íslandsstofa var stofnuð með nýjum lögum í lok apríl á þessu ári og er markmið þeirra að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×