Viðskipti innlent

Lynn: Ísland kennir heiminum lexíu árið 2011

Ísland kemur við sögu í árlegum spádómi dálkahöfundarins Matthew Lynn sem skrifar reglulega fyrir Bloomberg fréttaveituna. Lynn segir að meðal þess sem gerist á næsta ári sé að Ísland muni kenna heiminum lexíu.

„Fyrir tveimur árum var hver einasta ríkisstjórn heimsins með það á hreinu að það yrði að bjarga bönkunum. Ef þeir féllu myndum við fara beint aftur á steinöldina," segir Lynn. „Eitt land synti á móti straumnum, Ísland sem hafði ekki efni á því að halda bönkum sínum gangandi."

Lynn spyr svo hvað hafi gerst. Vissulega var þetta sársaukafullt en frá og með næsta ári ætti hagkerfi Íslands að vaxa á ný, búið er að ná tökum á verðbólgunni og vextir eru á niðurleið.

„Ef Ísland heldur áfram að braggast er aðeins ein ályktun möguleg: Þú þarft ekki að bjarga bönkunum þrátt fyrir allt," segir Lynn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×