Erlent

Skyndi-ættleiðingar geta aukið á hryllilegar upplifanir barna frá Haítí

Unicef hefur varað við fyrirhuguðum flýtimeðferðum á ættleiðingum barna frá Haítí. Allnokkur lönd hafa í hyggju að flýta ferlinu þannig að það sé hægt að ættleiða eitthvert af þeim þúsundum börnum sem eru heimilislaus eftir jarðskjálftann.

Unicef, auk annarra góðgerðarstofnanna, hafa varað við því að slík flýtimeðferð geti leitt af sér alvarlegri vandmál fyrir hin ættlæddu börn.

Meðal þeirra landa sem vilja flýta ferlinu eru Bretland, Spánn og Frakkland auk fjölda annarra vestrænna ríkja.

Góðgerðasamtökin segja að slík flýtimeðferð geti leitt af sér vanrækslu á börnunum auk þess sem hún geti breytt ættleiðingaferlinu í nokkurskonar gullæði þeirra sem að því standa.

Þegar hafa borist fregnir af börnum sem hafa horfið af spítölum og neyðarskýlum á Haítí og leikur grunur á að þau séu seld í ættleiðingar.

En sá böggull fylgir skammrifi að fimmtíu þúsund börn eru þegar heimilislaus auk þess sem þúsundir barna bætast nú í hópinn eftir jarðskjálftann. Því sjá menn færi á því að bjarga börnum frá Haítí, þar sem lítil von bíður þeirra, og rýma til í leiðinni á munaðarleysingjahælum þar í landi.

Forsvarsmenn góðgerðasamtakanna Save The Children, segja að ættleiðing nú sé sennilega til þess fallin að auka á hryllilega upplifun barnanna sem lifðu jarðskjálftann af og hafa misst fjölskyldur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×