Lífið

Nokia on Ice á Sódóma um helgina

Who Knew spilar klukkan hálftólf á laugardagskvöld.
Who Knew spilar klukkan hálftólf á laugardagskvöld.
Tónlistarhátíðin Nokia on Ice verður haldin í fjórða skipti um næstu helgi á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Þessa tónlistarhátíð má rekja til þess þegar Nokia setti tónlistarsíma á markað í fyrsta skipti og vildi kynna þá.

Nokia on Ice býður upp á þétt prógram að þessu sinni en tíu tónlistaratriði stíga á sviðið á föstudags- og laugardagskvöld. Frítt er inn á föstudag að hlusta á DJ Margeir og DJ Mike Sheridan. Á laugardag kostar þúsund kall en þá stíga hvorki meira né minna en átta hljómsveitir á sviðið.

Mike Sheridan endar einnig laugardagskvöldið en hann er 19 ára, danskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í heimalandinu. 14 ára vann hann verðlaun fyrir raftónlistarplötu ársins og nú rekur hann útvarpsstöð, þeytir skífum og vinnur sem upptökustjóri.

Svona lítur dagskráin út á Sódóma um helgina:

Föstudagur

Húsið opnar klukkan 24.

24.00 DJ Margeir

01.30 DJ Mike Sheridan

Frítt inn í boði Nokia.

Laugardagur

21:15 Miri

22:00 Of Monsters And Men

22:45 Snorri Helgason ásamt hljómsveit

23:30 Who Knew

00:15 Hoffman

01:00 Biggi Bix

01:45 Sammi og Big Bandið

02:30 Cliff Clavin

03:15 og áfram - Mike Sheridan

Miðaverð 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.