Handbolti

Alfreð gagnrýnir þýska handknattleikssambandið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason sendir þýska handknattleikssambandinu tóninn í viðtali við þýska dagblaðið Sport-Bild í dag. Alfreð er þjálfari Þýskalands- og Evrópumeistara Kiel.

Hann er að svara ummælum Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þýskalands, sem hefur áður gagnrýnt Kiel fyrir að vera með fáa þýska handboltamenn í sínum röðum.

„Ég veit til þess að þýska handknattleikssambandið hefur ráðlagt þýskum landsliðsmönnum að ganga ekki til liðs við Kiel," sagði Alfreð. „Það gera þeir því hjá okkur á enginn leikmaður öruggt sæti í liðinu."

„Kiel hefur áður viljað fá þýska landsliðsmenn til liðs við félagið, til að mynda þá Pascal Hens, Holger Glandorf og Michael Kraus. En þeir vildu ekki koma," bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×