Ísland og kynjajafnréttið Þorgerður Einarsdóttir skrifar 21. október 2010 06:00 Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Noregi. Hvað þýða þessar niðurstöður? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun