Erlent

Norskir handteknir við hús forsetadóttur

Óli Tynes skrifar
Chelsea, Bill og Hillary Clinton.
Chelsea, Bill og Hillary Clinton.

Tveir norskir blaðamenn hafa verið handteknir í Bandaríkjunum fyrir að taka myndir af framtíðarheimili Chelsea Clinton, dóttur forsetans fyrrverandi og utanríkisráðherrans núverandi.

Chelsea gengur í hjónaband á morgun. Ströng öryggisgæsla er um húsið sem er í smábænum Rhinebeck sem er um 14 kílómetra norðan við New York.

Blaðamennirnir frá Verdens Gang eru sakaðir um að fara inn á annarra manna lóð við myndatökuna.

Við slíku broti liggur allt að fimmtán daga fangelsi og 250 dollara sekt. Ritstjóri VG segir að

blaðamennirnir hafi ekki vitað af neinu myndatökumanni.

Blaðið muni borga sektina en henni finnst bandaríska lögreglan fara þarna offari. Blaðamennirnir eiga að koma fyrir rétt 12. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×