Frönsk menning hyllt 20. mars 2010 04:30 Menning Franskir hermenn í Reykjavík 2009 að taka út úr hraðbanka. Fyrstu kynni Íslendinga af franskri menningu voru af sjó, þegar hingað komu bretónskir fiskimenn hvert vor til fiskjar. Ár hvert sækja boðberar franskrar menningar hingað en hátíðisdagur franskrar tungu er í dag. fréttablaðið/Valli Í mars ár hvert er þess minnst víða um heim hversu vítt franska málsvæðið er í raun og hvaða gildi standa undir franskættaðri menningu um heim allan. Hér á landi hafa franska sendiráðið og Alliance Francaise um nokkurra ára skeið staðið fyrir margs konar samkomuhaldi í tengslum við frönsku vikuna, rétt eins og tíðkast í sjötíu löndum, en 200 milljónir manna eiga frönsku að móðurmáli og 870 milljónir eru sameinaðar í samtökum frönskumælandi landa. Raunar hófst Hátíð franskrar tungu á fimmtudag með opnun sýningar á ljósmyndum Öldu Lóu Leifsdóttur frá Tógó á fimmtudag í samkomusal Alliance í Tryggvagötu. Þar verða samfara sýningu á ljósmyndum Öldu Lóu sýningar á þremur heimildarmyndum um stöðu kvenna í Afríku. Menning í fornum nýlendum Frakka er fyrirferðarmikil á hátíðinni: þannig er Haítí í brennidepli í aðalstöðvum Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu í dag en þar verður klukkan 13.30 upplestur úr verkum haítískra höfunda. þar er einnig uppi málverkasýning á næfum verkum Laviette Léonsois og að auki eru þar kvikmyndasýningar tengdar Haítí. Landnám franskra gilda og máls er bundið kennslu tungumálsins. Hér á landi hafa nemendur í frönsku í framhaldsskólum att kappi um kunnáttu sína í málinu, í ár með frumsömdum verkum. Þá mun á mánudag skreytt rúta fara milli þeirra grunnskóla í Reykjavík sem halda úti frönskukennslu og er börnunum boðið um borð. Á þriðjudag kemur út safn afrískra ljóðskálda sem yrkja á frönsku en bindið heitir Trumbur og strengir og er annað safn ljóðaþýðinga Þórs Stefánssonar. Norræna húsið skiptir um ham og er fjallað um það sérstaklega hér að neðan. Samtökin sem standa að baki þessu árlega menningarátaki voru stofnuð 1970 og voru þar í forsvari leiðtogar frá fyrrum nýlendum frakka. Fimmtíu og sex ríki eru fullgildir þátttakendur í þessu menningarstarfi en fjórtán ríki eiga setufulltrúa í stjórn samtakanna. Starfa samtökin í fjölmögum undirdeildum og hafa ekki síst á stefnuskrá sinni að halda fram hinum fornu borgaralegu gildum franskrar menningar. Þess má svo geta að á föstudag voru þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Torfi Tulinius prófessor heiðraðir af franska sendiherranum fyrir styrk sinn við franska menningu á sínum langa starfsferli hér á landi. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Í mars ár hvert er þess minnst víða um heim hversu vítt franska málsvæðið er í raun og hvaða gildi standa undir franskættaðri menningu um heim allan. Hér á landi hafa franska sendiráðið og Alliance Francaise um nokkurra ára skeið staðið fyrir margs konar samkomuhaldi í tengslum við frönsku vikuna, rétt eins og tíðkast í sjötíu löndum, en 200 milljónir manna eiga frönsku að móðurmáli og 870 milljónir eru sameinaðar í samtökum frönskumælandi landa. Raunar hófst Hátíð franskrar tungu á fimmtudag með opnun sýningar á ljósmyndum Öldu Lóu Leifsdóttur frá Tógó á fimmtudag í samkomusal Alliance í Tryggvagötu. Þar verða samfara sýningu á ljósmyndum Öldu Lóu sýningar á þremur heimildarmyndum um stöðu kvenna í Afríku. Menning í fornum nýlendum Frakka er fyrirferðarmikil á hátíðinni: þannig er Haítí í brennidepli í aðalstöðvum Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu í dag en þar verður klukkan 13.30 upplestur úr verkum haítískra höfunda. þar er einnig uppi málverkasýning á næfum verkum Laviette Léonsois og að auki eru þar kvikmyndasýningar tengdar Haítí. Landnám franskra gilda og máls er bundið kennslu tungumálsins. Hér á landi hafa nemendur í frönsku í framhaldsskólum att kappi um kunnáttu sína í málinu, í ár með frumsömdum verkum. Þá mun á mánudag skreytt rúta fara milli þeirra grunnskóla í Reykjavík sem halda úti frönskukennslu og er börnunum boðið um borð. Á þriðjudag kemur út safn afrískra ljóðskálda sem yrkja á frönsku en bindið heitir Trumbur og strengir og er annað safn ljóðaþýðinga Þórs Stefánssonar. Norræna húsið skiptir um ham og er fjallað um það sérstaklega hér að neðan. Samtökin sem standa að baki þessu árlega menningarátaki voru stofnuð 1970 og voru þar í forsvari leiðtogar frá fyrrum nýlendum frakka. Fimmtíu og sex ríki eru fullgildir þátttakendur í þessu menningarstarfi en fjórtán ríki eiga setufulltrúa í stjórn samtakanna. Starfa samtökin í fjölmögum undirdeildum og hafa ekki síst á stefnuskrá sinni að halda fram hinum fornu borgaralegu gildum franskrar menningar. Þess má svo geta að á föstudag voru þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Torfi Tulinius prófessor heiðraðir af franska sendiherranum fyrir styrk sinn við franska menningu á sínum langa starfsferli hér á landi. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning