The Lovely Bones: tvær stjörnur 23. mars 2010 00:01 Stúlkan situr í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hefur einnig auga með morðingjanum. Brotin beinKvikmyndir HHThe Lovely Bones Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Stanley Tucci, Mark Wahlberg, Rachel Weisz.Skáldsagan The Lovely Bones eftir Alice Seabold var nokkuð frumleg en fyrst og fremst áhrifarík og mögnuð. Í bókinni sagði hún sögu hinnar 14 ára gömlu Susie Salmon sem var nauðgað og myrt af pervertískum nágranna sínum. Stúlkan sat svo í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgdist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hafði einnig auga með morðingjanum.Þessi átakanlega saga er sjálfsagt mörgum lesandanum enn í fersku minni enda vel til þess fallin að hrista upp í tilfinningum og kalla fram tár af og til. Því miður tekst Peter Jackson ekki að hreyfa við tilfinningum áhorfenda á sama hátt með þessari bíómynd sem maður batt óhjákvæmilega miklar vonir við. Jackson tekur þessa myrku en samt fallegu sögu og kaffærir hana í tölvugrafík og tilgerðarlegu myndmáli með alls konar kunnuglegum klisjum um mörkin milli lífs og dauða. Hér er tölvugrafíkin jafn óþörf og hún var mikilvæg í The Lord of the Rings og tölvugert himnaríki Susiar er eiginlega jafn klígjulegt og pirrandi og sá fljótandi málningarhandanheimur sem Robin Williams óð í gegnum í hinni óbærilega leiðinlegu What Dreams May Come.Með því að þröngva hugmyndum sínum um himnaríki Susira upp á áhorfandann lokar Jackson fyrir möguleikann á ýmsum hughrifum sem bókin kallaði fram auk þess sem honum tekst með þessu móti einhvern veginn að gera Susie mjög fjarlæga þótt hún sé nálæg og hafi nánast verið inni á gafli hjá sínum nánustu eftir að hún kvaddi þennan heim. Saoirse Ronan er skærasta ljósið í þessari mynd sem hefði getað verið svo miklu, miklu betri en hún leikur Susie ákaflega vel og þá er einnig fengur að Stanley Tucci sem sýnir á sér nýjar og áhugaverðar hliðar í hlutverki dagfarsprúða morðingjans.Einhver tár féllu nú þrátt fyrir allt í salnum en ég er ansi hræddur um að þau hafi sprottið fram þegar myndin kallaði fram minningar um texta bókarinnar. Ein og sér er hún sorglega máttlaus og tilfinningasnauð.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Áhrifamikil og sorgleg skáldsaga er kaffærð í tölvugrafík og klisjulegu myndmáli þannig að einu tilfinningarnar sem myndin vekur tengjast minningum af lestri bókarinnar. Mest lesið „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Brotin beinKvikmyndir HHThe Lovely Bones Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Stanley Tucci, Mark Wahlberg, Rachel Weisz.Skáldsagan The Lovely Bones eftir Alice Seabold var nokkuð frumleg en fyrst og fremst áhrifarík og mögnuð. Í bókinni sagði hún sögu hinnar 14 ára gömlu Susie Salmon sem var nauðgað og myrt af pervertískum nágranna sínum. Stúlkan sat svo í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgdist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hafði einnig auga með morðingjanum.Þessi átakanlega saga er sjálfsagt mörgum lesandanum enn í fersku minni enda vel til þess fallin að hrista upp í tilfinningum og kalla fram tár af og til. Því miður tekst Peter Jackson ekki að hreyfa við tilfinningum áhorfenda á sama hátt með þessari bíómynd sem maður batt óhjákvæmilega miklar vonir við. Jackson tekur þessa myrku en samt fallegu sögu og kaffærir hana í tölvugrafík og tilgerðarlegu myndmáli með alls konar kunnuglegum klisjum um mörkin milli lífs og dauða. Hér er tölvugrafíkin jafn óþörf og hún var mikilvæg í The Lord of the Rings og tölvugert himnaríki Susiar er eiginlega jafn klígjulegt og pirrandi og sá fljótandi málningarhandanheimur sem Robin Williams óð í gegnum í hinni óbærilega leiðinlegu What Dreams May Come.Með því að þröngva hugmyndum sínum um himnaríki Susira upp á áhorfandann lokar Jackson fyrir möguleikann á ýmsum hughrifum sem bókin kallaði fram auk þess sem honum tekst með þessu móti einhvern veginn að gera Susie mjög fjarlæga þótt hún sé nálæg og hafi nánast verið inni á gafli hjá sínum nánustu eftir að hún kvaddi þennan heim. Saoirse Ronan er skærasta ljósið í þessari mynd sem hefði getað verið svo miklu, miklu betri en hún leikur Susie ákaflega vel og þá er einnig fengur að Stanley Tucci sem sýnir á sér nýjar og áhugaverðar hliðar í hlutverki dagfarsprúða morðingjans.Einhver tár féllu nú þrátt fyrir allt í salnum en ég er ansi hræddur um að þau hafi sprottið fram þegar myndin kallaði fram minningar um texta bókarinnar. Ein og sér er hún sorglega máttlaus og tilfinningasnauð.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Áhrifamikil og sorgleg skáldsaga er kaffærð í tölvugrafík og klisjulegu myndmáli þannig að einu tilfinningarnar sem myndin vekur tengjast minningum af lestri bókarinnar.
Mest lesið „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira