Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs! 30. október 2010 06:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun