Marel selur hluta af Stork Food Systems 4. febrúar 2010 20:20 Theo Hoen, forstjóri Marel. Marel hefur komist að samkomulagi við hollenska fjárfestingafélagið Nimbus um sölu á Food & Dairy Systems deild Stork Food Systems, að undanskilinni starfsemi hennar á Spáni. Í tilkynningu frá félaginu segir að salan á Food & Dairy Systems, einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sé hluti af áætlun Marel um að leggja áherslu á arðsemi og innri vöxt í kjarnastarfsemi en hún snýr að vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi, auk frekari vinnslu. „Marel er í fararbroddi á heimsvísu, með um 15% markaðshlutdeild, í þróun og sölu á háþróuðum búnaði og kerfum fyrir þessar greinar matvælaiðnaðarins." Þá segir að bókfært verð eignanna hafi verið fært niður sem veldur tapi upp á 16,4 milljónir evra, aðallega vegna afskrifta viðskiptavildar og endurmetinna eigna, og hefur verið tekið tillit til þess í ársreikningum fyrir 2009. Theo Hoen, forstjóri Marel segir að markmið félagsins eftir kaupin á Stork Food Systems í maí 2008 hafi verið að auka áherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Starfsemi Stork Food & Dairy Systems fellur utan þess ramma og hefur einingin því verið skilgreind sem utan kjarnastarfsemi. Stork Food & Dairy Systems hefur gengið í gegnum velheppnaða endurskilgreiningu og endurnýjun á vörulínum fyrirtækisins, þökk sé starfsfólki og hæfileikaríku stjórnendateymi. Við erum þess fullviss að fyrirtækið verði í góðum höndum hjá Nimbus," segir hann. „Hvað Marel varðar er þetta mjög jákvætt skref í þá átt að auka enn frekar áherslu á kjarnastarfsemi og styrkja stöðu okkar sem markaðsleiðtogi," segir Hoen ennfremur. Starfsemi Stork Food & Dairy Systems snýr aðallega að þróun, framleiðslu og markaðssetningu á vinnslu- og fyllingarlínum fyrir mjólkurafurðir, ávaxtasafa og fljótandi matvæli. Árið 2009 stóð einingin (að frátalinni starfsemi hennar á Spáni) fyrir 11% af tekjum Marel, með veltu upp á 61 milljónir evra. Breyta myntsamsetningu sambankaláns Þá var einnig tilkynnt um það í da að Marel hafi náð samkomulagi við Arion banka, Íslandsbanka og NBI um að breyta myntsamsetningu sambankaláns sem bankarnir veittu félaginu í maí 2009. „Samkomulagið felur í sér að þeim hluta lánsins sem var í íslenskri krónu hefur verið breytt í evru sem er megintekjumynt félagsins. Fjárhæðin sem um ræðir nemur 66 milljónum evra," segir í tilkynningu. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Marel hefur komist að samkomulagi við hollenska fjárfestingafélagið Nimbus um sölu á Food & Dairy Systems deild Stork Food Systems, að undanskilinni starfsemi hennar á Spáni. Í tilkynningu frá félaginu segir að salan á Food & Dairy Systems, einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sé hluti af áætlun Marel um að leggja áherslu á arðsemi og innri vöxt í kjarnastarfsemi en hún snýr að vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi, auk frekari vinnslu. „Marel er í fararbroddi á heimsvísu, með um 15% markaðshlutdeild, í þróun og sölu á háþróuðum búnaði og kerfum fyrir þessar greinar matvælaiðnaðarins." Þá segir að bókfært verð eignanna hafi verið fært niður sem veldur tapi upp á 16,4 milljónir evra, aðallega vegna afskrifta viðskiptavildar og endurmetinna eigna, og hefur verið tekið tillit til þess í ársreikningum fyrir 2009. Theo Hoen, forstjóri Marel segir að markmið félagsins eftir kaupin á Stork Food Systems í maí 2008 hafi verið að auka áherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Starfsemi Stork Food & Dairy Systems fellur utan þess ramma og hefur einingin því verið skilgreind sem utan kjarnastarfsemi. Stork Food & Dairy Systems hefur gengið í gegnum velheppnaða endurskilgreiningu og endurnýjun á vörulínum fyrirtækisins, þökk sé starfsfólki og hæfileikaríku stjórnendateymi. Við erum þess fullviss að fyrirtækið verði í góðum höndum hjá Nimbus," segir hann. „Hvað Marel varðar er þetta mjög jákvætt skref í þá átt að auka enn frekar áherslu á kjarnastarfsemi og styrkja stöðu okkar sem markaðsleiðtogi," segir Hoen ennfremur. Starfsemi Stork Food & Dairy Systems snýr aðallega að þróun, framleiðslu og markaðssetningu á vinnslu- og fyllingarlínum fyrir mjólkurafurðir, ávaxtasafa og fljótandi matvæli. Árið 2009 stóð einingin (að frátalinni starfsemi hennar á Spáni) fyrir 11% af tekjum Marel, með veltu upp á 61 milljónir evra. Breyta myntsamsetningu sambankaláns Þá var einnig tilkynnt um það í da að Marel hafi náð samkomulagi við Arion banka, Íslandsbanka og NBI um að breyta myntsamsetningu sambankaláns sem bankarnir veittu félaginu í maí 2009. „Samkomulagið felur í sér að þeim hluta lánsins sem var í íslenskri krónu hefur verið breytt í evru sem er megintekjumynt félagsins. Fjárhæðin sem um ræðir nemur 66 milljónum evra," segir í tilkynningu.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent