Kannast ekkert við að eiga Þingvelli 28. janúar 2010 19:26 Skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hafa ekki hugmynd um hver stendur að baki kröfu í þrotabúið upp á tæpa 140 milljarða króna. Félagið sem gerir kröfuna er erlent en er kennt við Þingvelli. Kona, sem er skráð fyrir félagi með sama nafn í New York, hefur aldrei heyrt á það minnst og kannast ekkert við Ísland. Alls var rúmlega 28.100 kröfum lýst í Kaupþing og nam heildarfjárhæð þeirra 7316 milljörðum króna. Fjöldi krafna hlaupa á hundruðum milljörðum króna og kröfur vegna skuldabréfa skipta þúsundum. Nokkuð er um að erlend félög, sem bera íslensk nöfn geri slíkar kröfur. Má þar nefna félögin Soltun Partners, Borgartun Associates og Keflavik Associates. Þessi félög gera öll kröfu upp á tæpa 4,4 milljón króna. Félagið Thingvellir Fund á þó hæstu heildarkröfuna af þessum erlendu félögum. Thingvellir gerir 53 kröfur en heildarfjárhæð þeirra nemur rúmum 137 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slitastjórn og skilanefnd engar upplýsingar um hver eða hverjir eiga félagið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá er eitt félag sem ber nafnið Thingvellir skráð í New York. Það var stofnað þann 17. apríl árið 2007 og er skráður eigandi Joan Matthews. Hún virtist þó ekki kannast við félagið þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði ennfremur að ekkert félag væri skráð í hennar nafni og hún hefði engin tengsl til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn er ekki ólíklegt að eigendur Thingvalla hafi keypt skuldabréfin á markaði en þau hafa gengið kaupum og sölu frá bankahruni. Sé það tilfellið er ljóst að eigendur félagsins hafa hagnast verulega því skuldabréfin voru seld með miklum afslætti en ljóst þykir að heimtur verði meiri en talið var í upphafi. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hafa ekki hugmynd um hver stendur að baki kröfu í þrotabúið upp á tæpa 140 milljarða króna. Félagið sem gerir kröfuna er erlent en er kennt við Þingvelli. Kona, sem er skráð fyrir félagi með sama nafn í New York, hefur aldrei heyrt á það minnst og kannast ekkert við Ísland. Alls var rúmlega 28.100 kröfum lýst í Kaupþing og nam heildarfjárhæð þeirra 7316 milljörðum króna. Fjöldi krafna hlaupa á hundruðum milljörðum króna og kröfur vegna skuldabréfa skipta þúsundum. Nokkuð er um að erlend félög, sem bera íslensk nöfn geri slíkar kröfur. Má þar nefna félögin Soltun Partners, Borgartun Associates og Keflavik Associates. Þessi félög gera öll kröfu upp á tæpa 4,4 milljón króna. Félagið Thingvellir Fund á þó hæstu heildarkröfuna af þessum erlendu félögum. Thingvellir gerir 53 kröfur en heildarfjárhæð þeirra nemur rúmum 137 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slitastjórn og skilanefnd engar upplýsingar um hver eða hverjir eiga félagið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá er eitt félag sem ber nafnið Thingvellir skráð í New York. Það var stofnað þann 17. apríl árið 2007 og er skráður eigandi Joan Matthews. Hún virtist þó ekki kannast við félagið þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði ennfremur að ekkert félag væri skráð í hennar nafni og hún hefði engin tengsl til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn er ekki ólíklegt að eigendur Thingvalla hafi keypt skuldabréfin á markaði en þau hafa gengið kaupum og sölu frá bankahruni. Sé það tilfellið er ljóst að eigendur félagsins hafa hagnast verulega því skuldabréfin voru seld með miklum afslætti en ljóst þykir að heimtur verði meiri en talið var í upphafi.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira