Erlent

Sýrland bannar búrka klæðnað

Óli Tynes skrifar
Bannað.
Bannað.

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa bannað konum að klæðast alt-hyljandi fatnaði í háskólum landsins. Þetta á bæði við um níkab og búrka.

Níkab hylur fólk frá toppi til táar en smá rifa er fyrir augun. Á búrka eru augun einnig hulin með gisnu neti.

Stjórnvöld segjast gera þetta af öryggisástæðum en þau hafa áhyggjur af vaxandi hernaðarhyggju ungra múslimskra stúdenta.

Bæði Frakkland og Belgía hafa ákveðið að banna búrka klæðnað og hafa verið sökuð um kynþáttamisrétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×