Birna: Hæpið að skattleggja bankana frekar á óvissutímum 16. júní 2010 15:20 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að sérstakur eignaskattur á bankanna geti skapað þeim mikil vandræði, taki skatturinn ekki mið af rekstrarniðurstöðu. Skatturinn gæti haft alvarleg áhrif á eiginfjárhlutfall þeirra og gert það að verkum að einhverjir bankar færu niður fyrir lágmarks eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins. Samfylkingin vinnur að því að koma á sérstökum bankaskatti til að sauma í stórt fjárlagagat ríkissjóðs sem myndaðist í kjölfar bankahrunsins. Tvær leiðir eru færar til að skattleggja bankanna frekar: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að því er Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við Vísir.is í gær. Hagnaður þeirra væri jafnframt skattlagður. „Það er mjög hæpið að leggja sérstakan skatt á rekstrarhagnað bankanna umfram það sem gert er í dag þar sem uppgjör þeirra eru ennþá nokkuð bjöguð vegna gengis- og verðtryggingaráhrifa á tekjuhlið þeirra," segir Birna við Vísir.is. Hún segir að óvissan í rekstrarumhverfi bankanna sé ennþá mjög mikil og slík skattlagning væri því varhugaverð þar sem sterkar fjármálastofnanir eru ein grunnforsenda endurreisnarinnar. „Varðandi hugmyndir um sérstakan eignaskatt á bankanna þá gæti það valdið mjög alvarlegri niðurstöðu fyrir þá að fá á sig eignarskatt sem ekki tæki mið af rekstrarlegri niðurstöðu. Í slíku tilviki gæti það haft alvarleg áhrif á eiginfjárhlutfall þeirra og gert það að verkum að einhverjir þeirra færu niður fyrir lágmarks eiginfjárkröfur FME sem er 16%. Þá hljóta menn að velta fyrir sér hvort það samræmist samkeppnissjónarmiðum og Evrópureglum að skattleggja eina atvinnugrein sérstaklega umfram aðrar með þessum hætti. Einnig er hætt við að kostnaði sem af þessu hlytist yrði að lokum velt yfir til lánþega og viðskiptavini fjármálafyrirtækjanna þar sem þau þurfa að standast arðsemiskröfur," segir Birna. Hún segir að gert sé ráð fyrir að fjármálafyrirtæki landsins greiði samtals um 14 milljarða króna í það heila í ýmis opinber gjöld fyrir árið 2009 og áætlað er að þær greiðslur nemi 17 milljörðum króna fyrir árið 2010. Inni í þessum tölum eru tekjuskattsgreiðslur, tryggingagjald, fasteignagjöld, eftirlitsgjald og greiðslur til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sem tvöfaldast á þessu ári, segir Birna. Tengdar fréttir Margeir: Bankaskattur á þá sem ekki fengu fyrirgreiðslu fráleitur Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka, segir að bankaskattur á fjármálafyrirtæki sem hafi ekki fengið afslætti eða fyrirgreiðslu eins og föllnu bankarnir sé fráleitur. 16. júní 2010 10:17 Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður. 15. júní 2010 12:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að sérstakur eignaskattur á bankanna geti skapað þeim mikil vandræði, taki skatturinn ekki mið af rekstrarniðurstöðu. Skatturinn gæti haft alvarleg áhrif á eiginfjárhlutfall þeirra og gert það að verkum að einhverjir bankar færu niður fyrir lágmarks eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins. Samfylkingin vinnur að því að koma á sérstökum bankaskatti til að sauma í stórt fjárlagagat ríkissjóðs sem myndaðist í kjölfar bankahrunsins. Tvær leiðir eru færar til að skattleggja bankanna frekar: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að því er Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við Vísir.is í gær. Hagnaður þeirra væri jafnframt skattlagður. „Það er mjög hæpið að leggja sérstakan skatt á rekstrarhagnað bankanna umfram það sem gert er í dag þar sem uppgjör þeirra eru ennþá nokkuð bjöguð vegna gengis- og verðtryggingaráhrifa á tekjuhlið þeirra," segir Birna við Vísir.is. Hún segir að óvissan í rekstrarumhverfi bankanna sé ennþá mjög mikil og slík skattlagning væri því varhugaverð þar sem sterkar fjármálastofnanir eru ein grunnforsenda endurreisnarinnar. „Varðandi hugmyndir um sérstakan eignaskatt á bankanna þá gæti það valdið mjög alvarlegri niðurstöðu fyrir þá að fá á sig eignarskatt sem ekki tæki mið af rekstrarlegri niðurstöðu. Í slíku tilviki gæti það haft alvarleg áhrif á eiginfjárhlutfall þeirra og gert það að verkum að einhverjir þeirra færu niður fyrir lágmarks eiginfjárkröfur FME sem er 16%. Þá hljóta menn að velta fyrir sér hvort það samræmist samkeppnissjónarmiðum og Evrópureglum að skattleggja eina atvinnugrein sérstaklega umfram aðrar með þessum hætti. Einnig er hætt við að kostnaði sem af þessu hlytist yrði að lokum velt yfir til lánþega og viðskiptavini fjármálafyrirtækjanna þar sem þau þurfa að standast arðsemiskröfur," segir Birna. Hún segir að gert sé ráð fyrir að fjármálafyrirtæki landsins greiði samtals um 14 milljarða króna í það heila í ýmis opinber gjöld fyrir árið 2009 og áætlað er að þær greiðslur nemi 17 milljörðum króna fyrir árið 2010. Inni í þessum tölum eru tekjuskattsgreiðslur, tryggingagjald, fasteignagjöld, eftirlitsgjald og greiðslur til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sem tvöfaldast á þessu ári, segir Birna.
Tengdar fréttir Margeir: Bankaskattur á þá sem ekki fengu fyrirgreiðslu fráleitur Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka, segir að bankaskattur á fjármálafyrirtæki sem hafi ekki fengið afslætti eða fyrirgreiðslu eins og föllnu bankarnir sé fráleitur. 16. júní 2010 10:17 Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður. 15. júní 2010 12:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Margeir: Bankaskattur á þá sem ekki fengu fyrirgreiðslu fráleitur Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka, segir að bankaskattur á fjármálafyrirtæki sem hafi ekki fengið afslætti eða fyrirgreiðslu eins og föllnu bankarnir sé fráleitur. 16. júní 2010 10:17
Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður. 15. júní 2010 12:45