Umfjöllun: Bæði lið fögnuðu á Ásvöllum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. apríl 2010 22:22 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Stefán Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira