Lífið

Ánægð með ímyndina

Victoriu Beckham er alveg sama þótt fólk haldi að hún sé fúl herfa.
Victoriu Beckham er alveg sama þótt fólk haldi að hún sé fúl herfa.
Victoria Beckham kveðst ánægð með ímynd sína og er alveg sama þótt sumir haldi að hún sé leiðindabykkja, eins og hún orðar það sjálf í samtali við breska Cosmopolitan. Þessum fyrrverandi liðsmanni Spice Girls hefur tekist hvað best að viðhalda frægð sinni af stúlkunum í stúlknasveitinni og þykir mikil tísku­gyðja. Hins vegar virðast alltaf nokkrir hafa horn í síðu hennar og telja hana vera fúllynda kerlingu. „Þegar maður er búinn að vera svona lengi í kastljósinu þá verður manni alveg sama hvað fólki finnst. Ég lít alltaf út fyrir að vera einhver herfa á myndunum og það er bara fínt.“

Victoria segir hins vegar að strákarnir hennar og Davids Beckham séu mjög meðvitaðir um tísku. „Cruz finnst mjög gaman að fikta með hárið á sér. Við vildum krúnuraka hann einu sinni en hann vildi hanakamb. Romeo er mjög hrifinn af fötunum sínum. Það er kannski helst Brooklyn sem stendur á sama.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.