Atvinnan skiptir öllu máli Dagur B. Eggertsson skrifar 29. maí 2010 06:00 Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar