Með puttann í rassvasann Þórir Garðarsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar