Erlent

Annar olíuborpallur á Mexíkóflóa sprakk

Frá Mexíkóflóa í vor. Þegar olíuborpallur BP sprakk fór gríðarlegt magn af olíu í flóann. 11 starfsmenn fyrirtækisins létust.
Frá Mexíkóflóa í vor. Þegar olíuborpallur BP sprakk fór gríðarlegt magn af olíu í flóann. 11 starfsmenn fyrirtækisins létust. Mynd/AP
Olíuborpallur sprakk á Mexíkóflóa í dag á svipuðum slóðum og annar olíuborpallur sprakk í apríl. Umræddur borpallur er í eigu fyrirtækisins Mariner Energy. Þrettán starfsmönnum tókst að komast undan og hefur þeim nú verið bjargað, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir yfirmanni hjá bandarísku strandgæslunni að olíuflekkir hafi sést við borpallinn.

Enn loga eldar í olíuborpallinum sem er 130 kílómetra suður af strönd Louisiana. Mariner Energy segir að starfsmenn hafi verið að sinna viðhaldi í dag. Framleiðsla hafa ekki verið í gangi þegar sprengin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×