Að kaupa og selja ríkisstyrki Haukur Eggertsson skrifar 16. desember 2010 05:45 Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun