Að kaupa og selja ríkisstyrki Haukur Eggertsson skrifar 16. desember 2010 05:45 Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar