Körfubolti

Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka lyftir bikarnum,
Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka lyftir bikarnum, Mynd/Daníel
Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig.

„Ég var ekkert að hugsa út í það hvað ég var búin að taka mörg fráköst, ég ætlaði bara að taka þennan leik," sagði Telma í sigurvímu eftir leikinn.

„Við nýttum okkur allt til að þess að undirbúa okkur sem best fyrir leikinn. Við sáum það að það hafði enginn trú á okkur nema við sjálfar," sagði Telma og bætir við: „Þetta undirstrikar það að við ætlum alla leið í vetur," segir Telma.

Heather Ezell er leiðtoginn í Haukaliðinu en hinir leikmenn liðsins börðust allar sem ein og hjálpuðu Haukaliðinu að vinna fráköstin 51-32.

„Heather er svo ógeðslega góð að hún gerir alla í kringum sig góða. Við vitum það að með hana með okkur þá kemur þetta hjá okkur ef við leggjum allt í þetta," segir Telma og hún var ánægð með mann leiksins, Maríu Lind Sigurðardóttur sem kom með 20 stig og 9 fráköst inn af bekknum.

„María Lind var loksins að sýna í hvað henni býr. Hún getur þetta alveg og við vissum það allar. Þetta var bara tímaspursmál um hvenær hún myndi springa út. Þetta var alveg geggjað," sagði Telma kát enda nýbúinn að lyfta bikarnum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×